Tag Archives: munnmök

Snípurinn í pylsuendanum

17 Júl

Ég hef sængað hjá verulegu magni karlmanna (að sjálfsögðu allt í tilraunaskyni og til þess eins að uppfræða landann og skrifa svo heljarinnar akademíska mastersritgerð um bólfarir mínar). Tilraunir mínar í miðbænum um helgar og í öðrum hverfum á virkum dögum hafa margar hverjar því miður leitt vankunnáttu bólfélaga minna í ljós. Ég trúi því ekki að kynlíf sé eins og söngur og „allir geti lært að ríða en bara sumir geti orðið framúrskarandi“, nei ég trúi því að allir geti orðið frábærir. Þessvegna er það alfarið móðgandi hve mörgum lélegum bólförum (kk ft: nf. bólfarar þf. bólfara, þgf. bólförum ef. bólfara) ég hef lent uppí með. Þeir eru ekki lélegir því þeir séu skertir eða heftir um alla framtíð. Þeir eru lélegir því þeir eru latir eiginhagsmunaseggir sem halda að snípurinn sé mýta og að konur séu ekki konur með konum nema þær geti fengið fullnægingu í gegnum leggöngin í fyrstu tilraun, svo vinnan sé takmörkuð fyrir þá.

Image

Snípurinn er vinur þinn, kæri vin

Í kynlífi er góð regla að miða við hæsta samnefnara. Fari maður eftir því lætur maður ekki bjóða sér hálfkák og miðjumoð eftir því sem fram líða stundir og lífið fer að verðlauna mann fyrir streðið og puðið með enn betra kynlífi. Það þýðir þó samt líka að flest okkar sætta sig við meðaldrætti á fyrstu árum ríðinga og teljum þá jafnvel að þar með sé hápunktinum náð. Herregúd og hvílík gæfa að svo sé ekki. Lykilatriði þess að fá fullnægingar er að sjálfsögðu að kunna á sig, fróa sér út í hið óendanlega og vita hvernig snerting virkar best. Ég hef hitt þónokkrar konur á þrítugsaldri sem segjast í trúnaði aldrei hafa fróað sér, þeim þyki það ýmist „ógeðslegt“ eða „þori því ekki“. Að fróa sér ekki ætti eiginlega að vera bannað. Ef þú þekkir ekki á þína bestu bletti er ómögulegt fyrir aðra bólfara að gera það, og fullnæging er ekki eitthvað sem þú átt að bíða þolinmóð/ur eftir að gerist.

Fíflið sem hugsaði bara um sjálft sig

Í leit minni að hæsta samnefnara kom ég nokkrum sinnum við hjá sama bólfaranum sem hentaði mér ágætlega í fyrstu. Ég beið allt of þolinmóð eftir því að maðurinn svo mikið sem virti snípinn minn viðlits. Bláeygð og ung gat ég ekki ímyndað mér annað en að næst myndi hann nú sjá sóma sinn í því að sleikja mig eða fróa mér enda væri viðkomandi að koma úr löngu sambandi þar sem ég vissi að tíðkaðist að sjúga, bíta og sleikja en ekki bara ríða. Þegar mér þvarr þolinmæðin spurði ég manninn hvað í andskotanum gengi eiginlega á, hvort hann hefði misst af kynfræðslutímanum í gaggó um snípinn eða hvort þetta væri einhver hræðsla sem ég þyrfti að hjálpa manninum að komast yfir. Nei, hann var sko ekki hræddur, honum fannst einfaldlega að „úr því hann sæi um sína eigin fullnægingu þá gæti ég bara gert slíkt hið sama, hvort sem væri á undan eða eftir honum sjálfum“. Maðurinn, sem þarna var orðinn pínulítill kall, tók það ekki með í reikninginn að fullnægja hans með mér var háð því að píkan mín væri til staðar, blaut og heit og blíð við hann. Hann sá því ekki um sig neitt sjálfur og eftir sat ég með sármóðgaðan sníp og sagði honum að éta skít. Þessi maður er einn af mörgum slíkum sem ég hef hitt, sem er ekki skömm fyrir mig heldur skömm fyrir alla unga menn með vott af sjálfsvirðingu.

Image

Snípurinn í pylsuendanum

Leitin að hæsta samnefnara hefst með fitli í einrúmi. Hún snýst um að læra á snípinn og skilja hann. Hún snýst líka um að láta ekki bjóða sér upp á neina djöfullsins vitleysu. Við berum vissulega ábyrgð á því að geta yfir höfuð fengið fullnægingu en bólfarar og annað velgjörðarfólk ber svo skylda til að sinna snípnum á meðan leikar standa. Þó fullnæging sé ekki alltaf takmarkið í kynlífi, og sé bara lokapunktur kynlífs í bíómyndum, þá er ofsalega þreytandi til lengdar að stunda fullnægjulaust kynlíf. Það er ósanngjarnt gagnvart þeim sem á annað borð ríða og það er svo sannarlega ósanngjarnt gagnvart snípnum sem er einungis hannaður til þess að veita fullnægju og kynferðislega ánægju. Fróum okkur og fróum öðrum, daginn út og inn, þar til við springum úr alsælu. Leggjum áherslu á snípinn í öllu kynlífi og látum ekki bjóða okkur upp á að hann sé sniðgenginn, hvorki viljandi né óviljandi. Hann er punkturinn yfir i-ið í allri þeirri flóru sem líkaminn hefur upp á að bjóða. 

 

Toj Toj
Þyrnigerður Láfa

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.